Byggingarskilmálar

Bygginga- og skipulagsskilmálar

Svæðið

- Neysluvatn er fengið úr einni eða fleiri borholum í nágrenninu og skal leiða vatnið í samveitu (vatnsveitu) að lóðarmörkum. Fara skal að ákvæðum í neysluvatnsreugerð nr. 536/01. Jafnframt skal öflun neysluvatns og frágangur við vatnsveitu vera í samræmi við leiðbeiningarritið „Litlar vatnsveitur“ sem gefið er út af Umhverfisstofnun. Lögnum þ.m.t. lögnum fyrir neysluvatn skal komið fyrir í og við vegi eða stíga að svo miklu leyti sem hægt er svo sem minnst jarðrask hafist af. Leitast skal eftir að koma á samveitu fyrir allt svæðið og halda skal fjölda borhola í lágmarki - Brunavarnir eru frá Brunavörnum Árnessýslu - Gert er ráð fyrir einni heildargirðinu um svæðið. Óheimilt er að girða af hverja lóð fyrir sig - Fráveita skal vera í samræmi við reglur og staðsett og framkvæmt í samráði við heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Ennfremur er vísað í leiðbeiningar Umhverfisstofnunar frá 2004 um fráveitur og meðferð skólps frá stökum húsum og ákvæði reglugerða nr. 798/1999 um fráveitur og skólp og ákvæði um varnir gegn mengun nr. 769/1999. Stærð og staðsetning rotþróa er einnig háð samþykki byggingafulltrúa/bygginganefndar. Huga skal að sameiginlegri fráveitu þar sem það hentar í landslagi og getur verið hagkvæmt - Sorpgámur er í Brautarholti. Sveitafélagið annast tæmingu hans.

Lóðin

- Landið er um 100 ha að stærð og er flatlent hraun og mýri - Lóðirnar eru í um 50 m yfir sjávarmáli - Aðkoman að frístundabyggðinni er frá þjóðvegi nr. 30 og Árhraunsvegi - Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir 72 lóðum, undir frístundarbyggð - Lóðirnar eru frá 5.000 fm til 15.800 fm.

Byggingarleyfi

- Sumarhúsið skal vera innan byggingareits og staðsett í samráði við byggingafulltrúa og bygginganefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps - Efnisval og litaval er frjálst, en þó er mælst til að notaðir séu jarðarlitir sem fara vel í umhverfi - Húsið skal ekki vera stærri en 200 fm. - Nýtingarhlutfall lóðanna skal ekki vera meira en 0,03 - Mænishæð frá jörðu skal ekki vera meira en 6 m. - Þakhalli má vera á bilinu 0-45 gráður - Á lóðunum er heimilt að reisa geymslu, svefnhús eða gróðurhús - Húsnúmer eru sýnd á uppdrætti - Byggingareitir eru sýndir á uppdrætti. Aðeins er heimilt að reisa eitt hús ásamt útihúsi innan byggingareits - Ef vart verður við fornleifar við uppgröft á svæðinu skal skýra Fornleifavernd ríkisins frá fundinum svo fljótt sem unnt er